Vísindaport - Aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög

Skrá nýjan viðburð


Föstudaginn 9. desember mun Catherine P. Chambers flytja erindið Aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélögí Vísindaporti.

Rannsóknir á loftslagsbreytingum beinast of að því að skoða áhrif hækkandi sjávarmáls á dreyfingu fiskistofna, mannvirki og aðra mikilvæga innviði við strendur. Annað áhyggjuefni sem sjaldnar er fjallað um er hvernig alvarlegir veðuratburðir geta haft áhrif á fiskveiðar eða fiskeldi í sjó. Nýjasta kynslóð loftslagslíkana bendir til þess að tíðni og styrkur storma geti aukist í Norður-Atlantshafi; óvissa er þó enn mikil og hugsanlegar afleiðingar fyrir svæðisbundið loftslag á Íslandi eru ekki vel rannsakaðar.

Þessi rannsókn er fyrsta tilraun til að skapa betri skilning á staðbundnum og svæðisbundnum áhrifum óveðurs á sjávarútveg á Íslandi. Með þverfaglegri nálgun var gerð greining á 3 megin þáttum:

  1. Svæðisbundin framtíðar vindhraða spá á Íslandi og nágrenni.
  2. Skráning á staðbundinni reynslu með hálf skipulögðum viðtölum við ýmissa hagsmunaaðila í sjávarútvegi og fiskeldi.
  3. Forgangslisti rannsókna sem mun aðstoða við framtíðarviðleitni til að kanna aðlögunarþörf vegna loftslagsbreytinga fyrir samfélög sem eru háð fiskveiðum.

Niðurstöður benda til þess að þörf sé á frekari rannsóknum. Mikilvægt er að kanna frekar þær staðbundnu breytingar sem verða á Íslandi af völdum loftslagsbreytinga með áherslu á áhrif breytts úrkomumynsturs. Framtíðarrannsóknir ættu einnig að styðja við þróun aðlögunaráætlana með sem hafa þann tilgang að betrumbæta loftslagslíkön, með því að safna nauðsynlegum félags- og efnahagslegum gögnum.

Mikil þörf er á frekari rannsóknum en möguleg tækifæri til aðlögunar fela meðal annars í sér;Sveigjanlegt stjórnkerfi sem refsar ekki sjómönnum fyrir tapaðan tíma vegna óveðurs.

Að til staðar sé samvinnumarkaðsfyrirkomulag milli útgerða og vinnslu togara og smábáta og öryggissjónarmið með hagsmuni útvegsmanna og fiskvinnslufólks í huga.

Einnig er þörf á framtíðarrannsóknum bæði fyrir loftslagslíkön og félagshagfræðilegar rannsóknir sem fjalla um spár og áhrif óveðurs á sjávarútveg á staðbundnum og svæðisbundnum vettvangi á Íslandi.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku en glærur verða á ensku.

Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/2757OceDQ

Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439

Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt og þau sem hafa áhuga á að flytja erindi í Vísindaporti eða hafa hugmyndir eða ábendingar um áhugavert efni eða einstaklinga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í tölvupósti - sissu@uw.is

Öll hjartanlega velkomin.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?