Móttaka á nýju björgunarskipi á Ísafirði
15. nóvember kl. 12:00-13:00
Viðburðir á norðanverðum Vestfjörðum
Gamla Fagranesbryggjan
Laugardaginn 15. nóvember verður tekið á móti nýju björgunarskipi á Ísafirði, Guðmundi í Tungu, með pompi og prakt.
Nýja skipið siglir inn Pollinn og leggst upp að flotbryggju við gömlu Fagranes bryggjuna kl. 12:00 þar sem verður móttökuathöfn.
Dagskrá er eftirfarandi:
Sr. Magnús Erlingsson blessar skipið.
Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur nokkur lög.
Stutt ávörp í tilefni af heimkomunni
Gestum boðið að skoða skipið
Í framhaldinu er boðið til kaffisamsætis í Guðmundarbúð í boði Slysavarnardeildarinnar Iðunnar. Í Guðmundarbúð verður opið hús ar sem hægt er að skoða aðstöðuna og björgunartæki.
Allir velkomnir til þess að fagna komu þessa öfluga björgunartækis.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?