Litli leikklúbburinn: Veljum næsta leikrit – Samlestur með leikstjóra

Skrá nýjan viðburð


Litli leikklúbburinn ætlar að setja upp leikrit eftir áramót og nú er komið að því að velja stykki.

Hittumst í Edinborgarhúsinu mánudaginn 17. nóvember og lesum í gegnum verkin sem koma til greina.

Með okkur verður Birgitta Birgisdóttir, leikstjóri.

Verkin sem valið stendur á milli eru:
Beint í æð (Cooney/Gísli Rúnar)
Lóa! (Cartwright/Bragi Valdimar)

Þátttakendur mega gjarnan taka með sér spjaldtölvu til að lesa af.

Öll velkomin; þau sem vilja standa á sviði, þau sem vilja vera í tæknimálum/sviðsmynd/framleiðslu og þau sem eru bara forvitin.

Viðburður á Facebook

Er hægt að bæta efnið á síðunni?