Bændafundur 2025: Ísafjörður
12. nóvember kl. 12:00-13:00
Viðburðir á norðanverðum Vestfjörðum
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði
Bændafundur fer fram í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 12. nóvember kl. 12.
Á fundinum verður farið yfir helstu verkefni og áherslur ársins, þar á meðal:
- Starf skrifstofu Bændasamtakanna og meginverkefni hennar síðustu misseri.
- Auglýsingaherferð samtakanna, markmið hennar og viðtökur meðal almennings.
- Samskipti og samstarf við stjórnvöld, ásamt umsögnum á árinu.
- Umsögn um breytingar á búvörulögum, sem nær yfir rúmar 40 blaðsíður og felur í sér ítarlegt faglegt innlegg í umræðuna um framtíð landbúnaðarins.
- Sameining deildafunda og Búnaðarþings – breytingar og framtíðarhorfur.
- Loftslagsvegvísir bænda og önnur verkefni tengd loftslags- og umhverfismálum.
- Yfirlit yfir störf búgreinadeilda og helstu áherslur þeirra.
Bændafundirnir eru mikilvægur vettvangur til að heyra beint frá félagsmönnum, miðla upplýsingum og ræða framtíð íslensks landbúnaðar. Allir félagar eru hvattir til að mæta, taka þátt í umræðum og leggja sitt af mörkum.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?