Skipulagsmál

Aðal- og deiliskipulagsmál falla undir skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar. Skipulagsfulltrúi starfar með skipulagsnefnd og hefur umsjón með skipulagsgerð ásamt eftirliti með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi.

Ef óskað er eftir breytingu á aðal- eða deiliskipulagi eða samþykktar á nýju deiliskipulagi skal senda inn umsókn þess efnis í gegnum þjónustugátt.

Á kortasjá Ísafjarðarbæjar má finna flestar gildandi aðal- og deiliskipulagsáætlanir.

Í birtingu

Skipulagskynningar og athugasemdir eru birtar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Helstu lög og reglugerðir er varða skipulagsmál:

Skipulagslög nr. 123/2010
Skipulagsreglugerð nr. 90/2013
Lög um umhverfismat áætlana