Útboð: Vetrarþjónusta Ísafjörður og Hnífsdalur (2020–2023)

 

Ríkiskaup, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar, kt. 540596-2639 óskar eftir tilboðum í snjómokstur á Ísafirði og Hnífsdal. Útboð númer 21108

Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum og bifreiðastæðum. Ásamt akstri á snjó frá götum og bifreiðarstæðum Í samræmi við snjómokstursreglur Ísafjarðarbæjar.

Útboðsgögn og nánari upplýsingar um eðli og umfang útboðsins er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa Tendsign.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa.

Ef bjóðandi/þátttakandi hefur spurningar eða athugasemdir skulu þær berast umsjónarmanni útboðs inni í útboðskerfinu.