Unnið að fyrsta áfanga í gerð göngustígs í Sundstræti

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Myndin sýnir breytingar sem gerðar voru á deiliskipulagi vegna lagningar göngustígsins.
Myndin sýnir breytingar sem gerðar voru á deiliskipulagi vegna lagningar göngustígsins.

Vinna er hafin við fyrsta áfanga í gerð göngustígs meðfram Sundstræti, nánar til tekið meðfram sjóvarnargarðinum, frá Grjótaþorpi að rækjuverksmiðjunni Kampa. Með gerð stígsins eru göngustígar meðfram strandlengju Eyrarinnar og stígakerfi bæjarins tengd saman en stígurinn í Sundstræti verður framhald af göngustíg við varnargarðinn norðan Fjarðarstrætis.

Verkið sem nú er í vinnslu snýr að gerð undirbyggingar undir malbik á göngustígnum sem felur í sér hreinsun yfirboðs og útlagningu efra burðarlags, en á köflum þarf að fjarlægja efni og setja neðra burðarlag. 

Helstu stærðir eru:

  • Gröftur 550 m³
  • Burðarlag 550 m³

Lokaskil verks: 10. júlí 2022