Endurnýjun gangstétta og gangstéttarkanta í Holtahverfi

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Í júní 2021 var undirritaður verksamningur við Búaðstoð um endurnýjun gagnstétta og gangstéttarkanta við Hafraholt á Ísafirði. Í verkinu felst að taka upp steyptar gangstéttir og götur, skipta um undirlag þar sem þess er þörf og steypa aftur.

Áætlað var að verkinu skyldi vera að fullu lokið eigi síðar en 31. júlí 2021 en í ágúst var ákveðið að bæta Móholti og Lyngholti við. Áætlað er að verkið klárist í september 2021.