Önundarfjörður: Hóll á Hvilftarströnd

Ísafjarðarbær auglýsir tillögu að nýju deiliskipulagi í Önundarfirði.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 7. janúar 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Hóls við Hvilftarströnd, skv. 41 gr. skipulagslaga 123/2010.

 

Jörðin Hóll á Hvilftarströnd í Önundarfirði Ísafjarðarbæ er lögbýli og stærð hennar 1.200 að fornu mati. Stefnt er að því að byggja upp jörðina með húsakosti sem gefur möguleika á fastri búsetu og starfsaðstöðu fyrir eigendur, aðgengi með vegtengingu ásamt heimarafstöð/smávirkjun án allrar miðlunar, sem sjá mun býlinu fyrir allri orkuþörf.

Tillagan er aðgengileg hér á vefnum og á bæjarskrifstofu.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. mars 2021 að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða á heidajack@isafordur.is.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu og greinargerð

Var efnið á síðunni hjálplegt?