Fjölskyldan

20170725-_dsc1057.jpg

Hér má finna gagnlegar upplýsingar fyrir fjölskyldufólk sem er að flytja í sveitarfélagið.

Leikskólar

Sveitarfélagið starfrækir fjóra leikskóla í jafn mörgum byggðarkjörnum og sá fimmti, staðsettur á Ísafirði, er rekinn eftir samningi við Hjallastefnuna ehf. Þá er sameiginleg 5 ára deild á Ísafirði. Hægt er að sækja um leikskólapláss í gegnum rafrænan Ísafjarðarbæ.

Grunnskólar

Grunnskólar bæjarins eru fjórir í jafnmörgum byggðarkjörnum; á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Í öllum skólum býðst heitur matur í hádeginu gegn vægu gjaldi og lengd viðvera er í boði fyrir yngstu börnin. Nýskráning í grunnskóla og skráning í dægradvöl er í gegnum rafrænan Ísafjarðarbæ.

Tónlistar- og listaskólar

Tveir listaskólar eru starfandi í Ísafjarðarbæ, Tónlistarskóli Ísafjarðar og Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar.

Bókasafn

Bókasafn Ísafjarðar er í Safnahúsinu Eyrartúni (gamla sjúkrahúsinu) sem hýsir einnig Skjalasafnið Ísafirði, Ljósmyndasafnið Ísafirði og Listasafn Ísafjarðar.

Vefur Safnahússins

Íþróttir

Í Ísafjarðarbæ eru fimm íþróttahús, fjórar sundlaugar, sjö sparkvellir og tvö skíðasvæði.

Var efnið á síðunni hjálplegt?