Upplýsingar fyrir nýja íbúa

20170804-_dsc2100.jpg

Upplýsingar fyrir nýja íbúa í Ísafjarðarbæ.

Fjölskyldan

Leikskólar

Sveitarfélagið starfrækir leikskóla á Flateyri, Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri. Hægt er að sækja um leikskólapláss í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.

Grunnskólar

Grunnskólar bæjarins eru fjórir í jafnmörgum byggðarkjörnum; á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Í öllum skólum er boðið upp á hafragraut á morgnana og heitan mat í hádeginu, án endurgjalds. Lengd viðvera er í boði fyrir yngstu börnin. Nýskráning í grunnskóla er í gegnum þjónustugátt.

Tónlistar- og listaskólar

Tveir öflugir listaskólar eru starfandi í Ísafjarðarbæ, Tónlistarskóli Ísafjarðar og Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar.

Í TÍ er kennt á öll helstu hljóðfæri. Höfuðstöðvar og tónleikasalur eru við Austurveg á Ísafirði, en útibú eru á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Í LRÓ er föst kennsla í tónlist og listdansi, en einnig eru haldin námskeið í ýmsum listgreinum.

Lífið í Ísafjarðarbæ

lifid.isafjordur.is er nokkurs konar rafræn íbúahandbók um allt sem við kemur lífinu eftir vinnu og skóla. Þar eru á einum stað upplýsingar um þær tómstundir, félagsstarf, menningu og útivist sem í boði er í sveitarfélaginu.

Hvað er á döfinni?

Viðburðir sem fara fram á svæðinu eru skráðir á viðburðadagatal. Öllum er frjálst að senda inn sína viðburði á dagatalið.

Bókasafn

Bókasafn Ísafjarðar er í Safnahúsinu Eyrartúni (gamla sjúkrahúsinu) sem hýsir einnig Skjalasafnið Ísafirði, Ljósmyndasafnið Ísafirði og Listasafn Ísafjarðar.

Íþróttir

Í Ísafjarðarbæ eru fimm íþróttahús, fjórar sundlaugar, sjö sparkvellir og tvö skíðasvæði.

Flest íþróttafélög á svæðinu starfa undir merkjum Héraðssambands Vestfjarða, HSV. Allar nánari upplýsingar um íþróttastarf og æfingar má finna á vef sambandsins, www.hsv.is og á lifid.isafjordur.is.

Styrkir til tómstundastarfs

Ekki er boðið upp á hefðbundna frístundastyrki hjá Ísafjarðarbæ, þess í stað starfrækir sveitarfélagið íþróttaskóla fyrir börn í 1.-4. bekk þar sem þeim er boðið upp á fjölbreytt starf í samfellu við skóladag nemenda.

Sérstakir akstursstyrkir eru í boði fyrir fjölskyldur barna og unglinga í Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði sem þurfa að fara langan veg til að stunda viðurkennt íþrótta- eða tómstundastarf. 

Lífið í Ísafjarðarbæ

lifid.isafjordur.is er nokkurs konar rafræn íbúahandbók um allt sem við kemur lífinu eftir vinnu og skóla. Þar eru á einum stað upplýsingar um þær tómstundir, félagsstarf, menningu og útivist sem í boði er í sveitarfélaginu.

Umsóknir og eyðublöð

Flestar umsóknir vegna þjónustu sveitarfélagsins eru aðgengilegar á rafrænu formi í þjónustugátt Ísafjarðarbæjar, svo sem umsóknir um leyfi til dýrahalds, umsóknir um ýmsa félagslega þjónustu, leikskólaumsóknir og skráningu í grunnskóla. Þar má einnig finna ýmsar umsóknir um styrki. Skráning inn á þjónustugáttina er gerð með því að nota rafræn skilríki.

Flutningur á lögheimili

Flutningur á lögheimili er tilkynntur rafrænt á vef Þjóðskrár. Ef flutt er til Íslands frá útlöndum þarf einnig að koma í eigin persónu í afgreiðslu lögregluembættisins á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, Ísafirði, og framvísa löggildum skilríkjum.

Upplýsingagjöf til íbúa

Undir flokknum „íbúar“ hér á isafjordur.is er urmull af gagnlegum upplýsingum um þjónustu sem stendur íbúum til boða, svo sem:

Undir flokknum „stjórnsýsla“ má meðal annars finna gjaldskrár sveitarfélagsins, yfirlit yfir reglur og samþykktir og útlistun á stjórnkerfi. Á forsíðunni eru einnig upplýsingar um laus störf í sveitarfélaginu.

Tilkynningar og fréttir frá sveitarfélaginu eru settar inn á fréttasíðu hér á vefnum og á Facebooksíðu Ísafjarðarbæjar. Þegar koma þarf út skilaboðum til íbúa á afmörkuðu svæði með hraði, t.d. þegar taka þarf vatn af hverfum eða íbúar þurfa að færa bíla vegna snjóhreinsunar er notast við SMS-kerfi frá símaskrá 1819.is. Það er því mikilvægt að íbúar séu skráðir þar á rétt heimilisfang svo þeir fái þessi skilaboð.

Hvað er á döfinni?

Viðburðir sem fara fram á svæðinu eru skráðir á viðburðadagatal. Öllum er frjálst að senda inn sína viðburði á dagatalið.

Aðrar gagnlegar upplýsingar

Eins og annars staðar leikur Facebook nokkuð stórt hlutverk í að tengja fólk saman og eru margir áhugaverðir hópar í boði á vegum einstaklinga í bænum, t.d. Ísafjarðarmarkaðurinn sem er eins konar rafrænn flóamarkaður, Lánum og fáum lánað - Ísafjörður og nágrenni og Auglýsingatafla Ísafjarðar og nágrennis