Íþróttir og tómstundir sumarið 2021

Hér má finna yfirlit yfir íþróttir og tómstundir í boði fyrir börn og fullorðna í Ísafjarðarbæ sumarið 2021. Eins og gefur að skilja eru félög og hópar misfljótir að skila inn upplýsingum, svo þessi síða verður uppfærð reglulega.

Ábendingar um námskeið má senda á postur@isafjordur.is.

Tungumálatöfrar – 3.-8. ágúst

Tungumálatöfrar er árlegt íslenskunámskeið fyrir fjöltyngd börn. Næsta námskeið fer fram á Ísafirði 3.-8. ágúst 2021.

Skoða Tungumálatöfrar – 3.-8. ágúst nánar

Siglinganámskeið Sæfara

Sæfari, félag áhugafólks um sjóíþróttir á Ísafirði, býður að vanda upp á siglinganámskeið.

Mynd: Sæfari
Skoða Siglinganámskeið Sæfara nánar

Töfraútivist 2021

Útivistarnámskeið með íslenskuörvun að leiðarljósi verður haldið í Önundarfirði dagana 3.-7. ágúst 2021. Námskeiðið er ætlað fjöltyngdum ungmennum á aldrinum 12-16 ára.

Skoða Töfraútivist 2021 nánar
Var efnið á síðunni hjálplegt?