Siglinganámskeið Sæfara

Mynd: Sæfari

Sæfari, félag áhugafólks um sjóíþróttir á Ísafirði, býður að vanda upp á siglinganámskeið í sumar. Námskeiðin verða með svolítið öðruvísi sniði þetta sumarið en helsta breytingin er sú að vegna smæðar aðstöðu Sæfara verður að takmarka fjöldann. Því er lágmarksaldur hækkaður upp í tíu ára og geta börn fædd 2010 og uppúr sótt um þátttöku. Foreldrar geta ekki komið inn í aðstöðuna en geta að sjálfsögðu komið í fjöruna og tekið myndir.

Námskeiðin verða eftirtaldar vikur:
15.-19. júní (17. júní er líka námskeið)
22.-26. júní
29. júní-3. júlí
6.-10. júlí
13.-17. júlí
20.-24. júlí

Námskeiðin eru frá 8:00-12:00 og er námskeiðsgjaldið 18.000 kr.

SKRÁNING HEFST LAUGARDAGINN 16. MAÍ á netfanginu sopran@snerpa.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?