Körfuknattleiksdeild Vestra

Dagskrá körfuknattleikdeildar Vestra verður fjölbreytt í sumar að vanda. Boðið verður upp á stutt sumarnámskeið fyrir yngstu iðkendurna og sumaræfingar fyrir þá eldri. Rúsínan í pylsuenda sumarsins verða hinar árlegu Körfuboltabúðir Vestra en þær fara fram 6.-11. ágúst þetta árið.

Sumarnámskeið fyrir þau yngstu

Í boði er fimm daga námskeið á Torfnesi fyrir börn fædd 2010-2014 dagana 8.-12. júní. Æft verður í 1½ tíma á dag. Einnig býðst sama aldurshópi að taka þátt í Grunnbúðum körfuboltabúðanna en þar er æft í þrjá daga, 8.-10. ágúst, með þjálfurum víða að.

Námskeiðin eru sniðin jafnt að þörfum byrjenda sem þeirra sem komnir eru með dálítinn grunn í körfu. Hvort námskeið fyrir sig kostar 5.000 krónur og greiðist við upphaf námskeiðs. Hægt er að skrá og nálgast upplýsingar um nánari tímasetningar hjá Dagnýju Finnbjörnsdóttur,umsjónarmanni yngri flokka, bakkavegur13@gmail.com.

Sumaræfingar fyrir eldri iðkendur í körfu

Sumaræfingar verða fyrir eldri iðkendur (2009 og eldri) - þrískiptir aldurshópar.
Fyrri hluti sumars: 8. júní-9. júlí
Seinni hluti sumars: 17. ágúst til upphafs vetraræfinga.

Nánari tímasetningar fyrir æfingar einstakra hópa verða á heimasíðu Vestra og á einstökum facebookhópum félagsins.

Körfuboltabúðir Vestra

Tólftu Körfuboltabúðir Vestra fara fram á Torfnesi dagana 6. - 11. ágúst en þær eru ætlaðar iðkendum frá 11-16 ára (f. 2004-2009). Samhliða verða Grunnbúðirnar fyrir yngstu iðkendurna haldnar. Hér er hægt að skrá iðkendur í búðirnar. Frekari upplýsingar um Körfuboltabúðir Vestra veitir Birna Lárusdóttir á netfanginu bil@snerpa.is auk þess sem facebooksíða búðanna er full af fróðleik.

Allar frekari upplýsingar um sumarstarf körfunnar má nálgast á heimasíðu Vestra eða á facebooksíðu yngri flokka Kkd. Vestra.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?