Íþrótta- og leikjanámskeið HSV

HSV býður upp á íþrótta- og leikjanámskeið fyrir þau börn sem eru að ljúka 1.-4. bekk í grunnskóla, fædd árin 2010-2013. Til þess að koma til móts við iðkendur og fjölskyldur þeirra vegna Covid-samkomubannsins hefur tímabilið verið lengt og verðið lækkað frá því sem var í fyrra.

Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:
9.-12. júní → Verð 4000 krónur (4 dagar).
15.-19. júní → Verð 4000 krónur (4 dagar).
22.-26. júní → Verð 5000 krónur (5 dagar).
29. júní - 3. júlí → Verð 5000 krónur (5 dagar).

Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12 og er mæting við Íþróttahúsið á Torfnesi. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án skipulagðrar dagskrár. Umsjón með námskeiðunum hafa Bjarney Gunnarsdóttir, Heiðar Birnir Þorleifsson og Árni Ívarsson. Leikjanámskeiðin verða með fjölbreyttu sniði, farið verður í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Nesti verður borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman. Hægt er að velja um að vera allar vikurnar eða velja úr eins og hentar. Mikilvægt er að skrá börnin á námskeiðið í gegnum skráningarsíðuna www.hsv.felog.is

Skráningu lýkur kl. 13:00 á föstudeginum fyrir námskeiðið sem hefst n.k. mánudag. Þar sem skipta þarf þátttakendum upp í minni hópa er nauðsynlegt að allar skráningar séu komnar inn í kerfið á réttum tíma. Gætið að réttum netföngum þar sem dagskrá vikunnar og mikilvægar upplýsingar eru sendar með tölvupósti á foreldra/forráðamenn áður en námskeiðið hefst.

Vegna fyrirspurna er rétt að taka fram að öll börn eru velkomin á námskeiðið, búseta á starfssvæði HSV er ekki skilyrði.

Nánari upplýsingar veitir Bjarney Gunnarsdóttir í síma 696-3984 eða í gegnum netfangið ithrottaskoli@hsv.is Einnig er að finna upplýsingar á heimasíðunni www.hsv.is og á Facebook-síðunni Íþróttaskóli HSV.

Var efnið á síðunni hjálplegt?