Hjólanámskeið Vestra og HSV

Vestri og HSV bjóða upp á hjólanámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 5.-7. bekk í grunnskóla, fædd árin 2007-2009.

Boðið verður upp á 4 námskeið*

Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:

9.-12. júní → Verð 12.000 kr. (4 dagar).

15.-19. júní → Verð 12.000 kr. (4 dagar).

22.-26. júní → Verð 15.000 kr. (5 dagar).

29. júní-3. júlí → Verð 15.000 kr. (5 dagar).

*Lágmarksþáttaka á námskeið er 8 börn, og hámark 20 m.v. tvo kennara.

Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 10-13 og er mæting við Grænagarð. Kennslan fer fram þar og á nærliggjandi slóðum.

Leiðbeinendur: Umsjón með námskeiðunum hafa Viðar Kristinsson og Anna María Daníelsdóttir.

Námsþættir

Hjólanámskeiðin verða fjölbreytt og ekki endilega öll eins.

Helstu námsþættir eru staða á hjóli, bremsutækni, beiting á hjóli við mismunandi aðstæður, jafnvægisæfingar og fleira. Farið verður yfir virkni hjólsins og rætt um viðhald hjóla og þann búnað og dót sem er gott að eiga í sportinu.

Nesti verður borðað fyrir hádegi og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.

Athugið að það er engin salernisaðstaða á svæðinu, svo það er gott að minna börnin á að koma við á klósetti áður en þau mæta.

Búnaður fyrir námskeið

  • Hjól af hvaða tegund sem er.
  • Hjálmur, venjulegir duga, full face ef til er.
  • Eyrnaband/húfa.
  • Þunnir hanskar.
  • Hentugur bakpoki til að geyma aukaföt og búnað (alls ekki sundpoki með böndum).
  • Klædd eftir veðri og vindum, í fötum sem er þægilegt að hjóla í.
  • Strigaskór.
  • Holl hressing fyrir kaffistoppið.
  • Vatnsbrúsi.

Skráning:

Mikilvægt er að skrá börnin á námskeiðin í gegnum skráningarsíðuna www.hsv.felog.is

Ef næg þáttaka á námskeið hefur ekki náðst á miðvikudegi fyrir námskeið er námskeiðið blásið af.

Gætið að réttum netföngum þar sem dagskrá vikunnar og mikilvægar upplýsingar eru sendar með tölvupósti á foreldra/forráðamenn áður en námskeiðið hefst.

Vegna fyrirspurna er rétt að taka fram að öll börn eru velkomin á hjólreiðanámskeiðið, búseta á starfssvæði HSV er ekki skilyrði.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Viðar Kristinsson í síma 661-6054 eða á netfangið hjolreidar@vestri.is

Aðstoð með skráningu veitir Bjarney Gunnarsdóttir í síma 696-3984 eða í gegnum netfangið ithrottaskoli@hsv.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?