Hjólanámskeið Vestra og HSV
Vestri og HSV bjóða upp á hjólanámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 5.-7. bekk í grunnskóla, fædd árin 2007-2009.

Hér má finna yfirlit yfir íþróttir og tómstundir í boði fyrir börn og fullorðna í Ísafjarðarbæ sumarið 2020. Eins og gefur að skilja eru félög og hópar misfljótir að skila inn upplýsingum, svo þessi síða verður uppfærð reglulega.
Ábendingar um námskeið má senda á postur@isafjordur.is.
Vestri og HSV bjóða upp á hjólanámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 5.-7. bekk í grunnskóla, fædd árin 2007-2009.
HSV býður upp á íþrótta- og leikjanámskeið fyrir þau börn sem eru að ljúka 1.-4. bekk í grunnskóla, fædd árin 2010-2013.
Dagskrá körfuknattleikdeildar Vestra verður fjölbreytt í sumar að vanda. Boðið verður upp á stutt sumarnámskeið fyrir yngstu iðkendurna og sumaræfingar fyrir þá eldri. Rúsínan í pylsuenda sumarsins verða hinar árlegu Körfuboltabúðir Vestra en þær fara fram 6.-11. ágúst þetta árið.
Leiklistarhópur Halldóru verður með sitt árlega sumarnámskeið fyrir börn fædd 2005-2013.
Knattspyrnudeild Vestra býður upp á æfingar fyrir börn fædd 2004-2016.
Tungumálatöfrar er árlegt íslenskunámskeið fyrir fjöltyngd börn. Næsta námskeið fer fram á Ísafirði 3. - 8. ágúst 2020.
Sæfari, félag áhugafólks um sjóíþróttir á Ísafirði, býður að vanda upp á siglinganámskeið.