Knattspyrnudeild Vestra

Knattspyrnudeild Vestra byrjar fótboltasumarið fimmtudaginn 6.júní. Æfingar eru fyrir allan aldur frá næstelsta ári í leikskóla og upp úr, frá 8. flokki og upp í 3 flokk. Meistaraflokkur karla mun æfa á fullu sem fyrr og spilar liðið í 2. deild Íslandsmótsins. 2. - 7. flokkar karla og kvenna verða á 4 æfingum í viku mánudaga-fimmtudaga. 8. flokkur æfir tvisvar í viku. 8. flokkurinn er ætlaður krökkum sem eru á næstsíðasta og síðasta ári í leikskóla og er þar lögð áhersla á hreyfiþroska og almenna líkamsrækt en þó mest rækt lögð við boltaleiki.

Allir flokkar munu taka þátt í mótum þetta sumarið, hvort sem um er að ræða innanfélagsmót eða stærri mót og verður nákvæmt yfirlit yfir þau á heimasíðu félagsins. Upplýsingar um æfingar og annað starf félagsins verður að finna á heimasíðu þess www.vestri.is/knattspyrna og á facebooksíðu yngri flokka „Vestri fótbolti - yngri flokkar“.

Hlökkum til að sjá alla krakka á frábæru fótboltasumri.  

Var efnið á síðunni hjálplegt?