Íþróttir og tómstundir sumarið 2018

Hér má finna yfirlit yfir íþróttir og tómstundir í boði fyrir börn og fullorðna í Ísafjarðarbæ sumarið 2018. Eins og gefur að skilja eru félög og hópar misfljótir að skila inn upplýsingum, svo þessi síða verður uppfærð reglulega.

Tungumálatöfrar

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Tungumálatöfra sem fer fram á Ísafirði 6.-11. ágúst 2018. Um er að ræða sumarnámskeið fyrir tví- og fjöltyngd börn og er markmið þess að búa til málörvandi námskeið í gegnum listkennslu, þar sem íslenska er annað eða eitt af mörgum tungumálum barnanna.

Skoða Tungumálatöfrar nánar

Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar

Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar verður starfræktur í sumar frá 8. júní til 3. ágúst á Ísafirði og í nágrannabæjum í kring. Yfirstjórn hans verður að Austurvegi 9 á Ísafirði og yfirflokkstjóri er Dagný Sveinsdóttir.

Skoða Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar nánar

Sumarlestur á Bókasafninu

Bókasafnið verður með sumarlestur fyrir börn í 1. - 6. bekk. Til að vera með koma börnin á Bókasafnið með skírteinið sitt, fá bækur að láni og lestrarbækling. Miði fer í lukkupott fyrir hverja lesna bók og verður dregið um bókavinning hálfsmánaðarlega auk þess sem við verðum með uppskeruhátíð í lok sumars.

Skoða Sumarlestur á Bókasafninu nánar

Íþrótta- og leikjanámskeið HSV

Í júní býður Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) upp á íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn sem eru að ljúka 1.-4. bekk í grunnskóla. Námskeiðin verða fjögur og stendur hvert námskeið í eina viku, að undanskilinni fyrstu vikunni sem er  frá miðvikudegi til föstudags. Námskeiðið er alla virka daga frá kl. 9-12.

Skoða Íþrótta- og leikjanámskeið HSV nánar

Knattspyrnudeild Vestra

Knattspyrnudeild Vestra byrjar fótboltasumarið miðvikudaginn 6.júní. Æfingar eru fyrir börn frá næstelsta ári í leikskóla og upp úr, frá 8.fl og upp í 3 flokk.

Skoða Knattspyrnudeild Vestra nánar

Körfuknattleiksdeild Vestra

Dagskrá körfuknattleikdeildar Vestra verður fjölbreytt í sumar. Boðið verður uppá hinar árlegu körfuboltabúðir Vestra, sumarnámskeið fyrir þau yngstu og sumaræfingar fyrir eldri iðkendur.

Skoða Körfuknattleiksdeild Vestra nánar

Grettir á Flateyri

Íþróttafélagið Grettir á Flateyri stendur fyrir leikjanámskeiði dagana 18.-29. júní, alla virka daga frá kl. 10:00 – 14:00. Námskeiðið er fjölbreytt; farið verður í sund, gönguferðir, leiki og fengist við ýmislegt skemmtilegt sem umhverfið hefur upp á að bjóða.

Skoða Grettir á Flateyri nánar

Siglinganámskeið Sæfara

Siglingaklúbburinn Sæfari verður með námskeið fyrir krakka frá 9 ára aldri í sumar. Hvert námskeið er frá mánudegi til föstudags, milli klukkan 8.00 og 12.00 og er fyrir krakka frá 9 ára aldri (2009). Umsjónamenn eru Guðrún, Torfi og Einar Torfi.

Skoða Siglinganámskeið Sæfara nánar

Leiklistanámskeið

Fimm daga leiklistarnámskeið fyrir börn fædd á árunum 2005 – 2012 verður haldið í barnaskólanum í Hnífsdal vikurnar 9. - 13. júlí og 16. - 20. júlí. Nánari upplýsingar og skráning á doruleiklist@gmail.com.

Skoða Leiklistanámskeið nánar

Riddarar Rósu

Æfingar hjá Riddurum Rósu eru fyrir alla sem vilja kynnast hinni frábæru íþrótt, hlaupum. Við hittumst við íþróttahúsið á Torfnesi á mánudögum og fimmtudögum klukkan 18.15 og á laugardögum klukkan 9:30. Hópnum er skipt í þrennt eftir getu þannig að allir ættu að finna sinn stað á æfingunum.

Skoða Riddarar Rósu nánar
Var efnið á síðunni hjálplegt?