Vinnuskólinn

Vinnuskólinn

Ísafjarðarbær starfrækir vinnuskóla fyrir börn á aldrinum 13 – 16 ára sem voru að klára 8. – 10. bekk grunnskóla. Reynt er að starfrækja skólann í öllum byggðarkjörnum, en ef erfitt er vegna fámennis að halda úti vinnuflokki geta börnin þurft að sækja vinnu annað þó reynt sé að haga störfum þannig að flestir geti unnið nálægt heimili sínu.

Vinnuskólinn er starfræktur frá byrjun júní og fram til loka júlí. Alla jafna hefur Ísafjarðarbær getað státað af háum launum og mikilli vinnu fyrir nemendur skólans.

Verkefni skólans eru fjölmörg. Fyrirferðarmest er fegrun umhverfis en þar fyrir utan aðstoða nemendur vinnuskólans á leikjanámskeiðum og ýmsum íþróttaæfingum svo eitthvað sé nefnt.

Var efnið á síðunni hjálplegt?