Vinnuskólinn

Vinnuskólinn

Upplýsingar fyrir Vinnuskólann sumarið 2019

Ísafjarðarbær starfrækir Vinnuskóla fyrir efstu bekki grunnskóla. Reynt er að starfrækja skólann í öllum byggðakjörnum en ef erfitt er vegna fámennis að halda úti vinnuflokki geta börnin þurft að sækja vinnu annað þó reynt sé að haga störfum þannig að flestir geti unnið nálægt heimili sínu.

Aldur: Vinnuskólinn er fyrir 14 - 16 ára (Unglinga fædda 2003-2005).

Vinnuskólinn er starfræktur í 8 vikur frá 6. júní til 2. ágúst.

8. bekkur vinnur 6 vikur frá 6. júní til 20. júlí

9. bekkur vinnur 7 vikur frá 6. júní til 27. júlí

10. bekkur vinnur 8 vikur frá 6. júní til 2. ágúst

Alla jafna hefur Ísafjörður getað státað af góðum launum og mikilli vinnu fyrir nemendur skólans.  Verkefni skólans eru fjölmörg. Fyrirferðarmest er fegrun umhverfis en þar fyrir utan aðstoða nemendur vinnuskólans á leikjanámskeiðum og ýmsum íþróttaæfingum svo eitthvað sé nefnt.

Tímakaup:

Fædd 2005 fá kr. 765.

Fædd 2004 fá kr. 950.

Fædd 2003 fá kr. 1.145.

Dagsetningar: Vinnuskólinn hefst fimmtudaginn 6. júní. Unglingarnir mæta til vinnu þann dag kl. 08:00 fyrir utan skrifstofu Vinnuskólans að Austurvegi 9, en skrifstofa skólans verður þar til húsa í kjallara Sundhallarinnar. Daglegur vinnutími unglingana er frá 8:00-14:00.

Skráning: Forráðamenn þurfa að skrá unglinginn sinn í Vinnuskólann með því að fara inn á slóðina hér fyrir neðan.  Athugið að við skráningu þarf nemandi að eiga bankareikning sem stofnaður er á kennitölu hans. Jafnframt er vakin athygli á að árið sem 16 ára aldri er náð verður skattskylda eins og hjá fullorðnum og þarf launþegi að ráðstafa persónuafslætti til vinnuveitanda. Ráðstöfun persónuafsláttar er á ábyrgð launþega. Spurt er um ráðstöfun í umsókn og er sú útfylling gild þar til önnur ráðstöfun berst til launadeildar Ísafjarðarbæjar.

Búið er að opna fyrir umsóknir um störf ungmenna í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar og skulu þær skráðar hér:  http://isafjardarbaer.umsokn.is/

ATH: Umsóknarfrestur rennur út 6. júní.

Var efnið á síðunni hjálplegt?