Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar – Yfirflokkstjóri

Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir yfirflokkstjóra. Vinnuskólinn er útiskóli sem í sumar hefur aðsetur í Fjarðarstræti og Sundhöllinni, Austurvegi 9. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf 17. maí 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% starf til 10 vikna, eða frá 17. maí til 23. júlí. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2021.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

Yfirflokkstjóri starfar undir stjórn sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. Hann er framvörður í sumarstarfi Vinnuskólans og stjórnar og samræmir vinnu leiðbeinenda sem hann hefur umsjón með. Yfirflokkstjóri skilar greinargerð um sumarstarfið og ber ábyrgð á öllum skilum leiðbeinenda um nemendur, þ.m.t. launaskýrslum til launafulltrúa.

Hæfniskröfur:

Yfirflokkstjóri þarf að hafa lokið framhaldsskólamenntun, vera orðinn tuttugu ára og hafa góða reynslu af vinnu með unglingum. Hann þarf að hafa stjórnunarhæfileika, drifkraft, samskipta- og skipulagsfærni og góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti. Yfirflokkstjóri verður að vera leiðbeinendum sínum góð fyrirmynd og hafa skýra framsetningu. Yfirflokkstjóri þarf að hafa bílpróf.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við VerkVest/FOSVest.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva María Einarsdóttir í síma 450-8059 eða um netfangið evaei@isafjordur.is. Umsóknir með ferilskrá sendist á netfangið felagsmidstod@isafjordur.is, merktar „Yfirflokkstjóri“.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um störfin. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?