Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar - Sumarstarfsmenn

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar óskar eftir sumarstarfsmönnum, 18 ára eða eldri, í blönduð störf við málefni fatlaðra og aldraðra. Störfin sem um ræðir eru við stuðnings- og stoðþjónustu (frekari liðveisla, félagsleg heimaþjónusta), hæfingu, sólarhringsþjónustu og sumarþjónustu við fötluð börn. Um er að ræða ýmist dag- eða vaktavinnu þar sem starfshlutfall er 40-100%. Starfstímabil er frá 20. maí til loka ágúst. Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2019.

Meginverkefni

  • Aðstoða fólk við athafnir daglegs lífs
  • Framfylgja vinnureglum sem ákveðnar eru og stuðla með því að samræmdum vinnubrögðum

Hæfnikröfur

  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Rík þjónustulund
  • Jákvæðni
  • Frumkvæði og þolinmæði
  • Góð íslenskukunnátta
  • Bílpróf

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknum skal skilað til Þóru Marý Arnórsdóttur, deildarstjóra málefna fatlaðra á netfangið thoraar@isafjordur.is eða á skrifstofu velferðarsviðs. Nánari upplýsingar veitir Þóra Marý í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóst.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um störfin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?