Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar – Félagsleg liðveisla

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar óskar eftir tveimur starfsmönnum af sitthvoru kyni í félagslega liðveislu. Um er að ræða starf í tímavinnu þar sem vinnutími er breytilegur. Störfin eru tímabundin til þriggja mánaða með möguleika á framlengingu. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2018.

Meginverkefni

  • Veita félagslegan stuðning
  • Efla fólk til sjálfstæðis í félagslegum samskiptum
  • Framfylgja vinnureglum sem ákveðnar eru og stuðla með því að samræmdum vinnubrögðum

Hæfnikröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfinu
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Rík þjónustulund
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og þolinmæði
  • Góð íslenskukunnátta
  • Bílpróf og bíll til afnota

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest / VerkVest).

Umsóknir skulu sendar til Jónínu Þorkelsdóttur, forstöðumanns stoðþjónustu á netfangið  joninath@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Jónína, í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?