Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar - Deildarstjóri í barnavernd

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra í barnavernd. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. september 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri velferðarsviðs.

Helstu verkefni

 • Stjórnunar og forystuhlutverk í barnavernd
 • Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra
 • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
 • Virk þátttaka í mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðunar á reglum í málaflokknum
 • Virk þátttaka í stefnumótun velferðarsviðs
 • Situr vikulega teymisfundi barnaverndar og undirbýr mál
 • Fjárhagsáætlunargerð og kostnaðareftirlit
 • Frágangur og skil á gögnum til launadeildar
 • Ráðningar og starfsmannamál
 • Skýrslugerð, skráningar og greinargerðir

Menntunar og hæfnikröfur

 • Starfsréttindi félagsráðgjafa
 • Starfsreynsla og þekking á sviðinu æskileg
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • Reynsla af stjórnun kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð yfirsýn, vandvirkni og skipulögð vinnubrögð
 • Góð tölvukunnátta
 • Rík þjónustulund
 • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu ef enginn félagsráðgjafi sækir um.

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félagsráðgjafafélag Íslands eða viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 2019. Umsóknum skal skilað til Baldurs Inga Jónassonar mannauðsstjóra í tölvupósti á baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar í síma 450-8000 eða í gegnum netfangið margret@isafjordur.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

 

Við þjónum með gleði til gagns

Var efnið á síðunni hjálplegt?