Veðurstofa Íslands – snjóflóðasérfræðingur á Ísafirði

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða snjóflóðasérfræðing í fullt starf á Eftirlits- og spásvið. Á sviðinu starfa rúmlega 50 starfsmenn við ýmis störf er leika lykilhlutverk í íslensku samfélagi þegar kemur að eftirliti, vöktun og þjónustu vegna náttúruvár og veðurs. Starfið heyrir undir ofanflóðavöktun Veðurstofu Íslands en miðstöð hennar er á Ísafirði. Starfsaðstaða er á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar sem er í Vestrahúsinu á Ísafirði þar sem ýmsar aðrar rannsóknastofnanir eru til húsa. Viðkomandi er hluti af öflugu og samstilltu teymi sérfræðinga ofanflóðavöktunar Veðurstofunnar, sem er í nánu samstarfi meðal annars við snjóathugunarfólk víðsvegar um landið og veðurfræðinga á vakt.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sérfræðivinna við vöktun snjóalaga og veðurs á snjóflóðasvæðum. Öflun upplýsinga frá snjóathugunarfólki og veðurfræðingum á vakt. Gerð snjóflóðaspáa og ráðgjöf er varðar snjóflóðavá. Starfinu fylgir vaktavinna á álagstímum og þá sérstaklega yfir vetrartímann.

Hæfnikröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Reynsla af fjallaferðum nauðsynleg og þá sérstaklega að vetrarlagi
Góð færni í íslensku og ensku og þá sérstaklega í rituðu máli
Góð þekking á landafræði Íslands
Geta til að vinna og taka ákvarðanir undir álagi
Færni í mannlegum samskiptum
Góð greiningarfærni
Geta til að vinna út frá óljósum upplýsingum
Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið snjóflóðanámskeiðum s.s. Level 1 hjá Kanadísku snjóflóðasamstökunum eða fagnámskeiði Landsbjargar
Þekking og geta til að vinna við GIS kerfi, almenna forritun, líkanareikninga eða R-forritun er kostur
Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.06.2020

Nánari upplýsingar veita
Harpa Grímsdóttir - harpa@vedur.is - 5226000
Ingvar Kristinsson - ingvar@vedur.is - 5226000

Smellið hér til að sækja um starf

Var efnið á síðunni hjálplegt?