Upplýsingamiðstöð - Sumarstarfsmenn

Upplýsingamiðstöð Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða tvo sumarstarfsmenn. Um er að ræða fullt starf í júní, júlí og ágúst 2019. 

Helstu verkefni:

  • Að veita gestum upplýsingamiðstöðvar aðstoð og upplýsingar eftir þörfum, einkum varðandi Vestfirði en þó einnig um landið í heild. Einnig þarf að veita aðstoð í síma og skriflega (í tölvupósti).
  • Að aðstoða við móttöku og dreifingu bæklinga og annars kynningarefnis.
  • Önnur verk sem forstöðumaður kann að fela starfsmanni.

Hæfnikröfur

  • Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg
  • Færni í öðru tungumáli mikill kostur
  • Vera orðinn 18 ára
  • Rík þjónustulund
  • Jákvætt hugarfar
  • Góð þekking á staðháttum á Íslandi, einkum á Vestfjörðum

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. 

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2019. Umsóknum skal skilað til Heimis G. Hanssonar, forstöðumanns upplýsingamiðstöðvar á netfangið info@vestfirðir.is eða á Upplýsingamiðstöð á opnunartíma. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 1. júní.

Nánari upplýsingar veitir Heimir í síma 450-8060 eða á netfangið info@vestfirðir.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?