Tækniþjónusta Vestfjarða – byggingaverkfræðingur eða byggingatæknifræðingur

Tækniþjónusta Vestfjarða óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing eða byggingatæknifræðing. Viðkomandi getur hafið störf eftir nánara samkomulagi. Gerð er krafa um starfsreynslu við burðarþols- og lagnahönnun.

Viðkomandi þarf að vera skipulagður, vandvirkur, vinnusamur og búa yfir lipurð í mannlegum samskiptum, hafa gott vald á rituðu máli og góða kunnáttu á helstu tölvuforritum svo sem AutoCad og Revit. Upplýsingar um starfið veita Hallvarður Aspelund og Samúel Orri Stefánsson í síma 456 3902. Áhugasamir eru beðnir um að senda ferilskrá með umsókn á samuel@tvest.is                                  

Fyllsta trúnaðar verður gætt við meðferð umsókna

Tækniþjónusta Vestfjarða ehf er staðsett á Ísafirði og var stofnuð árið 1974. Fyrirtækið hefur veitt ráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar síðastliðin 45 ár og komið að mörgum mismunandi verkefnum. Helstu verkefni fyrirtækisins eru fólgin í hönnun og ráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar og eftirlit með framkvæmdum. Starfsmenn fyrirtækisins eru fjórir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?