Tækjamaður – Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar

Umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar 100% starf tækjamanns í þjónustumiðstöð/áhaldahúsi bæjarins. Næsti yfirmaður er forstöðumaður þjónustumiðstöðvar. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Meginverkefni

 • Stjórnun stærri tækja og þungavinnuvéla s.s. gröfu og götusóps
 • Umsjón með tækjum og vinnuvélum, viðhald og viðgerðir
 • Snjómokstur
 • Lagnavinna
 • Gatnagerð
 • Ýmiskonar viðhald s.s. viðhald gatna, gönguleiða, holræsa og vatnslagna
 • Ýmiskonar flutningur og önnur þjónusta við stofnanir bæjarins

Menntun og hæfnikröfur

 • Meirapróf
 • Vinnuvélaréttindi
 • Iðnmenntun kostur
 • Góð samskiptafærni, sveigjanleiki og rík þjónustulund
 • Gott frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest). Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2019. Umsóknum skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Andri Guðjónsson, í síma 620-7634 eða í tölvupósti: ahaldahus@isafjordur.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

 -Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?