Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs bæjarins. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með fræðslu-, forvarna- og tómstundamálum á vegum bæjarfélagsins, deilir verkefnum meðal sinna undirmanna og samræmir störf þeirra og samstarf við nefndir.

Leitað er að kröftugum einstaklingi sem býr yfir miklum skipulagshæfileikum, sýnir frumkvæði og metnað í starfi. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel í liði, ásamt því að vera sjálfstæður í verkefnum þegar þörf krefur. Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs heyrir beint undir bæjarstjóra.

Um er að ræða 100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 1. mars 2021 eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Daglegur rekstur og starfsmannamál á sviðinu
 • Hefur yfirumsjón með skólahaldi í skólum bæjarfélagsins
 • Eftirlit með framkvæmd laga um leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og æskulýðsmála
 • Yfirumsjón með gerð fjárhagsáætlunar sviðsins og eftirfylgd hennar
 • Undirbýr með fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd tillögur til bæjarstjórnar um stefnumótun í málaflokkum viðkomandi nefnda
 • Hefur yfirumsjón með starfsemi félagsmiðstöðva og íþróttamannvirkja bæjarfélagsins
 • Samskipti og samstarf við íþróttafélög sveitarfélagsins í gegnum HSV
 • Yfirumsjón með verkefninu heilsueflandi samfélag
 • Ber ábyrgð á að varðveisla skjala og annarra gagna sem tilheyra verkefnum sviðsins sé með fullnægjandi hætti

Hæfniskröfur:

 • Stjórnunarreynsla, leiðtoga- og stjórnunarhæfni
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi, s.s. kennaramenntun, námsráðgjöf, félagsvísindi
 • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfinu er kostur
 • Starfsreynsla og þekking á skóla- og tómstundamálum
 • Reynsla af opinberri stjórnsýslu, rekstri, fjármálastjórn, gerð fjárhagsáætlana og samninga
 • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumálakunnátta kostur
 • Góð almenn tölvukunnátta

Launakjör eru í samræmi við laun annarra sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar og taka mið af kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skv. bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar ræður bæjarstjórn sviðsstjóra.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 4. febrúar 2021. Umsóknir óskast útfylltar á vef Intellecta (www.intellecta.is). Með umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem í stuttu og kjarnyrtu máli er gert grein fyrir kostum umsækjanda sem nýtast í starfi, ferilskrá og afrit af prófskírteini / prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar um starfið veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is).

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?