Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar – stuðningsforeldri/fjölskylda

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir traustum einstaklingum/fjölskyldum til að sinna hlutverki stuðningsfjölskyldu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Samningur um stuðning er gerður til eins árs í senn.

Hlutverk stuðningsfjölskyldu snýr meðal annars að því að taka fatlað barn í sína umsjá í skamman tíma með það að markmiði að létta álagi á fjölskyldum barna með sérþarfir.  Um er að ræða 2-3 sólarhringa í mánuði.

Hæfnikröfur:

- Góðir samskiptahæfileikar

- Jákvæðni

- Sjálfstæði í vinnubrögðum

- Áhugi og reynsla af vinnu með börnum

- Krafist er hreins sakavottorðs og góðra heimilisaðstæðna

 

Laun eru greidd skv. reglum Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og miðast greiðslur við umönnunarmat barna.

Áhugasamir eru hvattir til þess að skila umsóknum til Þóru Marý Arnórsdóttur, deildarstjóra málefna fatlaðra á netfangið thoraar@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja stutt kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2019.  

Nánari upplýsingar veitir Þóra Marý, í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?