Starfsmaður í eldhús á Hlíf, íbúðum aldraðra

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf í eldhúsi á Hlíf, íbúðum aldraðra. Um er að ræða 7,5% starf aðra hverja helgi, þar sem vinnutími er milli kl. 10:30 og 13:30. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Meginverkefni

  • Aðstoð við framreiða mat
  • Leggja á borð, frágangur og uppvask

 Hæfniskröfur

  • Frumkvæði og drift
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og samviskusemi

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest, VerkVest).

Umsóknum skal skilað til Elísu Stefánsdóttur forstöðumanns á Hlíf á netfangið elisa@isafjordur.is eða á skrifstofu hennar á Hlíf. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.  

Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2019.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísa í síma 450-8250 eða í gegnum ofangreint tölvupóstfang. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.    

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?