Starfsmaður í eldhús á Hlíf, íbúðum aldraðra

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf í eldhúsi á Hlíf, íbúðum aldraðra. Um er að ræða 7,5% starf aðra hverja helgi, þar sem vinnutími er milli kl. 10:30 og 13:30.

Meginverkefni

  • Aðstoð við framreiða mat
  • Leggja á borð, frágangur og uppvask

 Hæfniskröfur

  • Frumkvæði og drift
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og samviskusemi

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest, VerkVest).

Umsóknir skulu skilast til Elísu Stefánsdóttur forstöðumanns á Hlíf á netfangið elisa@isafjordur.is eða á skrifstofu hennar á Hlíf. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.  Nánari upplýsingar veitir Elísa í síma 450-8250.  

Umsóknarfrestur er til og með 25. september 2018 og við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?