Starfsfólk við PISA rannsókn í mars-apríl 2018

Menntamálastofnun leitar að starfsfólki við alþjóðlega menntarannsókn OECD sem nefnist PISA (Programme for International Student Assessment).
Um er að ræða hlutastarf á tímabilinu frá 5. mars til 13. apríl sem felur í sér fyrirlögn á prófi í 10. bekk grunnskóla í skólum í landshlutanum. Starfið krefst öryggis í framkomu, reynslu af starfi með unglingum, góðrar tölvukunnáttu og skipulagshæfileika.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar og skulu umsóknir sendar í tölvupósti á svanhildur.steinarsdottir@mms.is. Ef frekari upplýsinga er óskað, hafið samband við Svanhildi í síma 514-7500 eða með tölvupósti á framangreint netfang.

Var efnið á síðunni hjálplegt?