Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Ísafjarðarbæjar

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf slökkviliðsstjóra slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og er faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri Brunavarna Ísafjarðarbæjar og er framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar.

 

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starfið. Slökkviliðsstjóri ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra í öllum störfum sínum og ákvörðunum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Áhugasamir einstaklingar, af öllum kynjum, eru hvattir til að sækja um.

 

Helstu verkefni:

 • Stýrir slökkvistarfi og mengunarútköllum
 • Gegnir varðstöðu á slökkvistöð þegar þörf er á vegna útkalla eða mönnunar í neyðarútköllum og styður vakt í daglegum störfum og útköllum
 • Er vettvangsstjóri í stærri aðgerðum á neyðarstundu og í náttúruhamförum
 • Annast eftirlit með skýrslugerð eftir útköll og tryggir skráningu allra nauðsynlegra upplýsinga þeirra verkþátta sem eru á hans ábyrgð
 • Umsjón og skipulag á boðunarkerfi slökkviliðs sem tryggja skal öryggi í útköllum og að viðbragðstími sé eins stuttur og kostur er
 • Starfsmannamál og starfsmannaráðningar
 • Sinnir bakvöktum SÍ samkvæmt samkomulagi við bæjarstjóra
 • Sér um fjárhagsáætlun og alla skipulagsvinnu slökkviliðsins ásamt starfsáætlunum á sínu starfssviði.
 • Skipuleggur vaktir vegna sjúkrabíls og neyðarvöktun hnappa og kerfa.
 • Heldur skrá um og skipuleggur menntun og þjálfun allra starfsmanna SÍ

 

Menntunar og hæfnikröfur:

 •         Slökkviliðsstjóri skal hafa hlotið löggildingu sem slökkviliðsmaður, sbr. 17. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000, og starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum
 •          Þarf að hafa lokið stjórnunarnámi í slökkvifræðum hérlendis / erlendis
 •          Stjórnunarreynsla og skipulagsfærni
 •          Góð þekking á rekstri
 •          Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
 •          Góð almenn tölvufærni er nauðsynleg
 •          Góð kunnátta í íslensku og ensku er nauðsynleg
 •          Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar
 •          Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
 •          Vilji til að tileinka sér nýjungar á starfssviði sínu

Nánari upplýsingar veita Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í síma 450-8000 eða gegnum tölvupóstfang gudmundur@isafjordur.is og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá, kynningarbréf, leyfisbréf og afriti af prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

 

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?