Slökkvilið Ísafjarðarbæjar – Slökkviliðsmaður, sumarstarf

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar óskar eftir sumarstarfsmanni frá 1. júní til og með 1. september 2020 eða eftir nánara samkomulagi. Vinnutími er kl. 08:00-16:00 alla virka daga ásamt bakvöktum viku í senn.

Helstu verkefni:

  • Sjúkraflutningar
  • Æfingar og slökkvistörf
  • Umsjón með tækjum slökkviliðs
  • Viðhald tækja og búnaðar 

Hæfnikröfur:

  • Atvinnu- eða hlutastarfandi slökkviliðsmaður
  • EMT-B að lágmarki.
  • Meirapróf til aksturs vörubíla, stórra bíla.
  • Þekking á vélum og tækjum
  • Lipurð og hæfni í samskiptum

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2020. Umsóknum skal skilað til Sigurðar Arnar Jónssonar, slökkviliðsstjóra, á netfangið sigurdura@isafjordur.is eða á skrifstofu slökkviliðsstjóra. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður í síma 450-8212 eða í tölvupósti.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

- Við þjónum með gleði til gagns -

Var efnið á síðunni hjálplegt?