Starfsmaður á snjótroðara – Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar óskar eftir starfsmanni á snjótroðara til stafa veturinn 2019-2020. Um er að ræða 100% starfshlutfall og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um vaktavinnu er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2019.

Ábyrgðarsvið

Starfsmaður á snjótroðara sér um að troða skíðabrautir og sinnir auk þess viðhaldi, viðgerðum og öðrum tilfallandi störfum. Hann skal sjá til þess að þjónustan sé hnökralaus og til fyrirmyndar og vinna að því að auka ánægju þeirra sem heimsækja skíðasvæðið. Starfsmaður á snjótroðara skal sjá til þess að aðstaða sé öll eins og best verður á kosið hvað varðar öryggi og þjónustu.

Helstu verkefni

  • Vinnsla brauta
  • Umhirða og eftirlit með svæðinu
  • Viðhald og viðgerðir tækjabúnaðar
  • Útfylling á rekstrardagbókum og véladagbókum
  • Önnur tilfallandi, nauðsynleg verkefni sem yfirmaður felur honum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Vinnuvélaréttindi
  • Reynsla á vinnuvélum
  • Haldgóð þekking í skyndihjálp
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund

 Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við FOSVest/VerkVest.

Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Hlynur Kristinsson forstöðumaður í síma 450-8400 eða á netfangið: hlynurk@isafjordur.is

Umsóknum skal skilað til Hlyns á fyrrgreint netfang. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um störfin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?