Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar – Afgreiðsla í skíðaskála

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í afgreiðslu í skíðaskálanum Tungudal. Um er að ræða tímavinnu. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um tímabundna ráðningu er að ræða til 15. maí 2020.

Ábyrgðarsvið

Starfsmaður í afgreiðslu sinnir almennum afgreiðslustörfum í skíðaskálanum, sölu aðgangskorta, afgreiðslu í skíðaleigu og sjoppu. Á helgum sér hann auk þess um að elda hádegismat fyrir starfsmenn skíðasvæðis. Til viðbótar sjá starfsmenn afgreiðslu um ræstingu skíðaskálans í lok dags.

Helstu verkefni

 • Afgreiðsla í sjoppu og skíðaleigu
 • Sala aðgangskorta
 • Eldamennska
 • Ræsting
 • Þjónusta við viðskiptavini
 • Önnur tilfallandi, nauðsynleg verkefni sem yfirmaður felur viðkomandi

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þjónustulund
 • Vera orðin(n) 18 ára
 • Þekking á skíðabúnaði æskilegur
 • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg
 • Þekking í skyndihjálp kostur

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við FOSVest/VerkVest.

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2020. Umsóknum skal skilað til Hlyns Kristinssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins á netfangið hlynurk@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Allar nánari upplýsingar veitir Hlynur í síma 693-3358 eða á fyrrgreint netfang.

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?