Símaverið - Þjónustufulltrúi

Símaverið ehf, fyrirtæki sem sérhæfir sig í símsvörunar- og úthringiþjónustu, vantar til starfa hressan, duglegan og jákvæðan einstakling í hlutastarf og mögulega í fullt starf er fram líða stundir.

Almennur opnunartími þjónustuvers er frá 08:00 – 18:00 virka daga vikunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Framúrskarandi þjónustulund og góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Metnaður til að gera vel í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Enskukunnátta.
  • Grunnþekking við tölvunotkun er nauðsynleg.
  • Stúdentspróf eða annað sambærilegt nám er kostur.

Í umsókn skal koma fram lýsing á náms- og starfsferli og nöfn og símanúmer meðmælenda.  Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir.  Umsóknir skulu berast á rafrænu formi á netfangið hannes@simaverid.is. Ef frekari upplýsinga er óskað hafið sambandi við Hannes í síma 450 5500 eða 861 0042, eða sendið fyrirspurnir á ofangreint netfang.

Var efnið á síðunni hjálplegt?