Ríkisskattstjóri - Sérfræðistarf

Öflugur og jákvæður einstaklingur hefur nú tækifæri til að ganga til liðs við góðan hóp starfsmanna ríkisskattstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst einkum vinna við álagningu skatta, yfirferð gagna, upplýsingagjöf um skattamál og annað tengt skattskilum rekstraraðila auk annarra tilfallandi verkefna. Um er að ræða starf á starfsstöð ríkisskattstjóra á Ísafirði.

Hæfnikröfur
- Háskólamenntun á sviði lögfræði eða viðskiptafræði.
- Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Fáguð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og metnaður.
- Jákvæðni og þjónustulund.
- Geta til að vinna undir álagi.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.03.2019

Nánari upplýsingar veitir
Rósa Helga Ingólfsdóttir - rhi@rsk.is - 4421385

Smelltu hér til að sækja um starfið

Var efnið á síðunni hjálplegt?