Ræsting – Hlíf þjónustuíbúðir

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf við ræstingar á Hlíf. Um er að ræða 50% starf sem er laust frá 1. september 2019. Næsti yfirmaður er forstöðumaður á Hlíf.

Hæfnikröfur:

  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Dugnaður og vinnusemi
  • Gott frumkvæði
  • Áhugi á að vinna með fólki

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2019. Umsóknum skal skilað til Elísu Stefánsdóttur, forstöðumanns á Hlíf á netfangið elisa@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísa í síma 450-8250 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?