Leikskólinn Tjarnarbær á Suðureyri – Matráður

Leikskólinn Tjarnarbær á Suðureyri óskar eftir matráði í 94% ótímabundið starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 1. júní 2020.

Matráður eldar fyrir leik- og grunnskólann á Suðureyri, fer með matinn yfir í grunnskólann, skammtar hann þar og gengur frá eftir matinn. Viðkomandi þarf því að vera með bíl til umráða til að flytja matinn til og frá leikskólanum. Matráður hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld og bakstur, skipuleggur matseðla allt að mánuð fram í tímann og annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum. Næsti yfirmaður er leikskólastjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Matseld og undirbúningur matmáls- og kaffitíma
 • Skipuleggur matseðil í samráði við leikskólastjóra og næringarfræðing
 • Innkaup á matvælum og hreinlætisvörum
 • Uppvask, frágangur og þrif í eldhúsi
 • Afleysingar vegna forfalla

Hæfnikröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af störfum í mötuneyti æskileg
 • Reynsla af störfum í leikskóla kostur
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Áhugi á að vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Þolinmæði, umburðarlyndi og rík þjónustulund

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2020. Umsóknir skulu sendar til Svövu Ránar Valgeirsdóttur leikskólastjóra á netfangið tjarnarbaer@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Svava Rán í síma 450-8290 eða í gegnum ofangreint netfang.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?