Leikskólinn Tjarnarbær á Suðureyri – Leikskólakennari

Laust er til umsóknar starf leikskólakennara við leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri. Um er að ræða 100% starf frá 1. september 2020 eða eftir nánara samkomulagi.

Leikskólinn Tjarnarbær er staðsettur á fallegum stað í þorpinu en við hliðina á skólanum er tjörn, sem hann dregur nafn sitt af. Stutt er í náttúrulegt umhverfi sem/og sundlaug og íþróttahús. Leikskólinn er byggður sem tveggja deilda leikskóli þar sem önnur deildin er skipulögð fyrir yngri nemendur en hin fyrir þá eldri. Deildirnar bera nöfn sín af fjöllunum tveimur sem umlykja fjörðinn, Spilli og Gelti. Í skólanum eru að staðaldri um 20 nemendur og er leikrými mikið, bæði úti sem inni.

Hæfnikröfur

  • Leyfisbréf leikskólakennara
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2020. Umsóknir skulu sendar til Svövu Ránar Valgeirsdóttur leikskólastjóra á netfangið tjarnarbaer@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Svava Rán í síma 450-8290 eða í gegnum ofangreint netfang.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?