Laust starf kennara við Grunnskólann á Ísafirði

Grunnskólinn á Ísafirði auglýsir 50% starf kennara á unglingastigi laust til umsóknar. Um tímabundið starf er að ræða frá 3. janúar til 13. júní 2019. Kennslugreinar eru danska, náttúrufræði, samfélagsfræði og lífsleikni.

Grunnskólinn á Ísafirði er byggður sem einsetinn skóli með um það bil 360 nemendur og fer öll kennsla fram undir sama þaki, utan íþrótta- og sundkennslu. Undanfarin ár hefur skólinn unnið eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og verið þátttakandi í vinaliðaverkefninu. Skólinn er í góðu og öflugu samstarfi við íþróttahreyfinguna og listaskóla bæjarins.  

Menntunar og hæfnikröfur 

  • Kennsluréttindi í grunnskóla
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskipum
  • Skipulagsfærni og nákvæmni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Samviskusemi, stundvísi og sveigjanleiki
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknum skal skilað til Sveinfríðar Olgu Veturliðadóttur skólastjóra á netfangið sveinfridurve@isafjordur.is.  Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2018.

Allar nánari upplýsingar veitir Sveinfríður í síma 450-8300 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

-Við þjónum með gleði til gagns-

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?