Umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar – Skipulags- og byggingarfulltrúi

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf skipulags- og byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu. Skipulags- og byggingafulltrúi starfar á umhverfis- og eignasviði bæjarins, næsti yfirmaður er sviðsstjóri.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

 • Framkvæmd skipulags- og byggingarmála
 • Eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við útgefin leyfi
 • Umsjón með útgáfu byggingaleyfa og vottorða
 • Mælingar og úttektir
 • Skráning fasteigna
 • Yfirferð uppdrátta
 • Afgreiðsla umsókna
 • Fjárhagsáætlanagerð
 • Yfirferð skipulaga og eftirfylgni með málsmeðferð
 • Undirbúningur funda skipulags- og mannvirkjanefndar
 • Samstarf við aðila sem m.a. sinna verkefnum á sviði skipulags- og byggingarmála
 • Samskipti við hönnuði og ráðgjafa í tengslum við framkvæmdar- og byggingarleyfi

Menntun og hæfni:

 • Menntun í samræmi við 8. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og ákvæði 7. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 þ.e. arkitekt, byggingarfræðingur, landslagsarkitekt, tæknifræðingur, verkfræðingur eða skipulagsfræðingur
 • Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarmálum
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Iðnmenntun sem bakgrunnur er kostur
 • Góð skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Góð samskiptahæfni
 • Dugnaður og vinnusemi
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumálakunnátta er kostur

Launakjör eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs í gegnum tölvupóst (axelov@isafjordur.is) eða í síma 450-8000.

Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember 2019. Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi, afriti af prófskírteinum og leyfisbréfi skulu sendar til mannauðsstjóra á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?