Hópstjóri heimaþjónustu – Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf hópstjóra heimaþjónustu. Um er að ræða 80% starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2020 eða eftir nánara samkomulagi.

 

Starfið krefst þátttöku í nýsköpunarstarfi og innleiðslu nýrra hugmynda og vinnubragða eftir atvikum. Hópstjóri tekur jafnframt virkan þátt í fræðslu, gæða- og þróunarstarfi heimaþjónustu. Starfsstöð viðkomandi er á Hlíf og næsti yfirmaður er forstöðumaður stoðþjónustu.

 

Meginverkefni

 • Verkstjórn er viðvarandi hluti af verksviði hópstjóra.
 • Skipuleggur vinnudagskrár fyrir starfsmenn, sem eru allt að 20.
 • Eftirlit með vinnu, leiðsögn og þjálfun starfsmanna.
 • Vinnur sjálfstætt og að mörgum ólíkum verkefnum s.s. heimilisþrif, fer með einstaklinga í verslunarferðir, bankaferðir, læknisferðir og í þjálfun o.fl.
 • Tekur þátt í ýmsum hagnýtum verkum s.s. vinnuskýrslum í samráði við forstöðumann.
 • Samstarf við aðstandendur, tengslastofnanir, fagaðila og aðra sem tengjast einstaklingunum.
 • Að auki verkefni sem tilgreind eru í starfslýsingu almenns starfsmanns í heimaþjónustu.

 

Menntun og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi. Formleg próf af styttri námsbrautum s.s. sjúkraliðanám, félagsliðanám, diplómanám.
 • Þroskaþjálfamenntun kostur.  
 • Stjórnunarreynsla er æskileg.
 • Reynsla af starfi með öldruðum/fötluðum er nauðsynleg.
 • Góð skipulagshæfni.
 • Lipurð og jákvæðni í mannlegum samskiptum, vandvirkni, samviskusemi og þagmælska. 
 • Sveigjanleiki vegna mismunandi þarfa þeirra einstaklinga sem verið er að þjónusta.
 • Frumkvæði, samvinnuhæfni og sjálfstæði í starfi.

 

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2019. Umsóknum skal skilað á netfangið thoraar@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem fram koma greinargóðar upplýsingar um menntun og starfsreynslu og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Þóra Marý Arnórsdóttir, deildarstjóri málefna fatlaðra í síma 450-8000 eða í gegnum fyrrgreint netfang.  

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?