Heilsuleikskólinn Laufás á Þingeyri - Matráður

Heilsuleikskólinn Laufás óskar eftir afleysingu matráðs frá 10. ágúst 2020. Matráður eldar fyrir leik, og grunnskóla, hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld og bakstur, skipuleggur matseðla allt að mánuð fram í tímann og annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum. Næsti yfirmaður er skólastjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Matseld og undirbúningur matmáls- og kaffitíma
Skipuleggur matseðil í samráði við skólastjóra og næringarfræðing
Innkaup á matvælum og hreinlætisvörum
Uppvask, frágangur og þrif í eldhúsi
Afleysingar vegna forfalla

Hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af störfum í mötuneyti æskileg
Reynsla af störfum í leikskóla kostur
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Áhugi á að vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað
Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Þolinmæði, umburðarlyndi og rík þjónustulund


Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2020. Umsóknum skal skilað til Ernu Höskuldsdóttur skólastjóra á netfangið ernaho@isafjordur.is. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Allar nánari upplýsingar veitir Erna skólastjóri í síma 450-8370/6639833 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum

Var efnið á síðunni hjálplegt?