Heilsuleikskólinn Laufás á Þingeyri – Deildarstjóri og leikskólakennarar

Laus eru til umsóknar störf leikskólakennara við heilsuleikskólann Laufás á Þingeyri. Um er að ræða 100% starf deildarstjóra og 100% störf leikskólakennara, frá byrjun ágúst 2020 eða eftir nánara samkomulagi.

Leikskólinn Laufás er heilsuleikskóli og vinnur eftir heilsustefnu þar sem markmiðið er að auka gleði og vellíðan nemenda með áherslu á hreyfingu og holla næringu, gæði í samskiptum og listsköpun í leik og starfi. Skipulögð hreyfing fer m.a. fram í sundkennslu elstu nemenda, ferðir í íþróttahúsið einu sinni í viku, gönguferðum og útivist. Einkunnarorð Laufáss eru Það er leikur að læra og með því er lögð áhersla á að barnæskan sé ævintýri sem skemmtilegt er að taka þátt í.

Helstu verkefni - deildarstjóri

 • Tekur þátt í gerð skólanámsskrár, ársáætlunar, mati á starfssemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
 • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
 • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan hennar og milli leikskólastjóra og deildarinnar
 • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar
 • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
 • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl

Helstu verkefni - leikskólakennarar

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Hæfnikröfur

 • Leyfisbréf leikskólakennara
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2020. Umsóknir skulu sendar til Sonju Drafnar Helgadóttur skólastjóra á netfangið sonjahe@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Sonja í síma 450-8370 eða í gegnum tölvupóst. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?