Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Aðstoðardeildarstjóri á legudeild

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing í stöðu aðstoðardeildarstjóra á legudeild frá 1. apríl 2019, eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða aðstoðardeildarstjórn og almenn störf hjúkrunarfræðings á þrískiptum vöktum á blandaðri akút legudeild. Deildin sinnir auk þess sængurkonum og nýburum utan dagvinnu ljósmóður, annast göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir og aðstoðar við slysamóttöku á Slysadeild utan dagvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð:
- Er nánasti samstarfsmaður deildarstjóra og skipuleggur starfsemi deildarinnar á sviði hjúkrunar og starfsmannastjórnar með honum.
- Leysir deildarstjóra af eftir þörfum.
- Er leiðandi í klínísku starfi og í umbótaverkefnum á deildinni á sviði hjúkrunar.
- Ber ábyrgð á tilteknum verkefnum á deildinni, sem honum eru falin.

Menntunarkröfur eru íslenskt hjúkrunarleyfi. 
Stjórnunarþekking og –reynsla er æskileg.
Umsækjandi hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum og sýni sjálfstæði í starfi.

Umsóknarfrestur er til 20. mars 2019. 

Laun eru skv. gildandi kjarasamningum fjármálaráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga  og stofnanasamningi HVEST og FÍH.

Upplýsingar veitir Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri, í s: 450 4500 og netf. rannveig@hvest.is og Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkrunar í s: 450 4500 og hordur@hvest.is

Vinsamlegast sendið umsóknir rafrænt á hordur@hvest.is eða á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, b.t. framkvæmdastjóra hjúkrunar, Torfnesi, 400 Ísafirði.

Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu og í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.

Var efnið á síðunni hjálplegt?