Hafnir Ísafjarðarbæjar – Skipstjóri, sumarafleysing

Hafnir Ísafjarðarbæjar auglýsa laust til umsóknar 100% starf skipstjóra í sumarafleysingu frá 1. maí til 30. september.  Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2019.

Hafnir Ísafjarðarbæjar eru fjórar, þ.e. á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri og er öll grunnþjónusta í boði á þessum stöðum. Megin starfsstöð skipstjóra verður á Ísafjarðarhöfn en hann mun einnig sinna verkefnum á öðrum höfnum bæjarins þegar svo ber undir. Næsti yfirmaður er hafnarstjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Fer með stjórn lóðsbáts Ísafjarðarbæjar og ber almenna ábyrgð í samræmi við skyldur skipstjóra
 • Hefur umsjón með lóðsbát hvað varðar viðhald og umgengni og annast ýmis minniháttar viðhaldsverkefni s.s. málningu, þrif o.fl.
 • Sér um afgreiðslu rafmagns til skipa og annarra þeirra sem þurfa rafmagn á hafnarsvæðinu
 • Les af orkumælum og færir hafnarstjóra þær upplýsingar til reikningagerðar
 • Ber ábyrgð á að afli sé rétt vigtaður og rétt skráður í aflaskráningarkerfið GAFL
 • Skipstjóri annast að auki ýmis verkefni sem hafnarstjóri felur honum, s.s. viðhald á eignum og mannvirkjum hafnarinnar og aðstoð við festarþjónustu eftir því sem því verður við komið.

 Hæfnikröfur:

 • Skipstjórnarréttindi til stjórnar skipa allt að 24m lengd hið minnsta (A – réttindi)
  • Slysavarnaskóli sjómanna
  • Góð samskiptafærni og jákvætt viðmót
 • Skipulagsfærni og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg, önnur tungumál kostur
 • Dugnaður, vinnusemi og sveigjanleiki

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri í síma 450-8080 eða í gegnum tölvupóst á hofn@isafjordur.is

Umsóknir skulu sendar til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af viðeigandi réttindum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?