Grunnskólinn á Þingeyri – Íþróttakennari

Grunnskólinn á Þingeyri auglýsir eftir hressum og metnaðarfullum íþróttakennara í 60-100% starf fyrir skólaárið 2018 til 2019. Möguleikar eru fyrir viðkomandi að sinna þjálfun eftir skólatíma fyrir unga sem aldna ef áhugi er fyrir hendi.

Á Þingeyri búa um 250 íbúar og í skólanum eru um 30 nemendur. Í Ísafjarðarbæ öllum búa tæplega 4000 íbúar en Ísafjörður er í um 50 km fjarlægð frá Þingeyri.

Menntunar og hæfnikröfur:

  • Kennsluréttindi í grunnskóla
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskipum og skipulagsfærni
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknum skal skilað til Ernu Höskuldsdóttur skólastjóra á netfangið ernaho@isafjordur.is.  Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2018. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.

Allar nánari upplýsingar veitir Erna skólastjóri í síma 450-8370 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Var efnið á síðunni hjálplegt?